• Icelandic
  • English

Norræn Frímerkjasýning í TM-höllinni Garðabæ
8. -10.  júní 2018

Opnunartímar
Föstudagur 14:00 – 18:00
Laugardagur 10:00 – 17:00
Sunnudagur 10:00 – 16:00

 

Nýr sýningarstaður Nordiu 2018

Vegna viðhaldsframkvæmda í Íþróttahúsinu í Ásgarði hefir reynst óhjákvæmilegt að flytja sýninguna í annað hús í Garðabæ. Nýr staður er í íþróttahúsinu Mýrinni, sem er að ýmsu leyti betur staðsett en Ásgarður, auk þess sem húsið er bæði yngra og stærra. Húsið er við Fjölbrautaskóla Garðabæjar og er því nær bæði Reykjavík og Hótel Smáranum, en þar gista flestir umboðsmenn og dómarar. Engu að síður viljum við biðja þá, sem kunna að verða fyrir óþægindum af breytingunni velvirðingar á henni. Óhjákvæmilegt var að verða við óskum Garðabæjar um breytinguna.